Login

Sólstöðumót FGR fer fram 23-25 júní 2023

Mótsstjóri: Þorgerður Fríða ( Hoddó ) Aðstoðarmótsstjóri: Guðrún Fjóla  Starfsmaður á plani: Jokka

Almennar upplýsingar:

Föstudagur- Grafarholt  - Ætlast er til að keppendur meldi sig eða láti vita ef  þeim forfallist lágmark 60 mín fyrir sinn rástíma í síma 774-0251 og mæti 10 mínútum fyrir sinn rástíma á 1.teig.

Laugardagur- Gufunes - Ætlast er til að keppendur meldi sig eða láti vita ef  þeim forfallist lágmark 60 mín fyrir sinn rástíma í síma 774-0251 og mæti 10 mínútum fyrir sinn rástíma á 1.teig.

Sunnudagur- Grafarholt - Ætlast er til að keppendur meldi sig eða láti vita ef  þeim forfallist lágmark 60 mín fyrir sinn rástíma í síma 774-0251 og mæti 10 mínútum fyrir sinn rástíma á 1.teig.

Verðlaunaafhending er áætluð kl 16:00 á sunnudeginum eða þegar síðasti ráshópur hefur klárað keppni.

Grafarholt :

Við erum með aðstöðu að Þorláksgeisla 51 þar sem keppendur geta fengið sér drykki, smá snarl, rjúkandi heitt kaffi og notað salernið, einnig verður flotta ferðasalernið út á velli.

Á föstudeginum verður afhentur mótsdiskur inní Þorláksgeislanum.

Gufunes:

Við erum með Hlöðuna , en athugið… það verður hópur að grilla á pallinum fyrir framan Hlöðuna og verður því hurðin þar lokuð, hurðin þar sem bláa stæðið er verður opin. ( sem sagt hurðin sem snýr að 18 braut. )

Í Hlöðunni geta keppendur fengið sér drykki, snarl og einnig verður heitt á könnunn og einnig notað salernið, það verður lika flotta salerni út á velli.

Ef keppandi vill fá upplýsingar varðandi  mótið eða vellina áður en mót hefst er hægt að hafa samband við Guðrúnu Fjólu í síma 868-7139 eða  á gjaldkeri(att)fgr.is

Meðan  á mót stendur er hægt að hafa samband við mótsstjóra í mótasímann 774-0251

Varðandi vellina:

Allir keppendur eru beðnir að fara vel yfir handbókina og kynna sér völlinn vel. Almennt gilda merkingar á vellinum ef þær eru ekki eins merktar á kortinu, og þar sem er kaðall og staurar , gilda kaðlar.

Í Gufunni eru allir malbikaðir göngustígar utan vallar og handa þeirra og gildir það á öllum brautum. Og eins með “hjartað” á 5.braut, þar gilda hliðarspíturnar.

Ef upp koma vafaatriði varðandi völlinn er mælst til að keppendur taki varaköst og leysi málið eftir mót með mótsdómara. Einnig minnum við á 3 mínútna regluna við leit af disk og biðjum við keppendur að halda góðum keppnishraða.

 

 

Sólstöðumótið 2023 er hluti af Íslandsbikarnum, gullmótaröð ÍFS.

Mótsstjóri: Þorgerður Guðmundsdóttir

Aðstoðarmótsstjóri: Guðrún Fjóla

Mótsdómari: Þorgerður Guðmundsdóttir

Aðstoðardómari: Guðrún Fjóla

Keppt verður á Grafarholtsvelli og Gufunesvelli dagana 23-25. júní og leikinn verður einn hringur á dag, Grafarholt á föstudegi og sunnudegi og Gufunes á laugardegi. Ræst út af fyrsta teig. Gert er ráð fyrir að fyrsti ráshópur fari af stað kl. 14 á fyrsta degi og að rástími fyrsta ráshóps laugardags og sunnudags verði kl. 10. 

Handbók og dagskrá verður gefin út síðasta lagi 21.júní.

7 keppnisflokkar eru í boði: 

Opinn meistaraflokkur – MPO - Bláir teigar

Meistaraflokkur kvenna – FPO – Bláir teigar

Stórmeistaraflokkur 40+ - MP40 – Bláir teigar

Stórmeistaraflokkur 50+ - MP50 – Bláir teigar

Almennur flokkur 1 - MA1 – Bláir teigar

Almennur flokkur kvenna 1 - FA1 – Hvítir teigar

Ungmennaflokkur 18 ára og yngri - MJ18 – Bláir teigar

Mótsgjald: 8.000 kr.

Greiða þarf mótsgald með millifærslu á reikning FGR: 515-26-173030, Kt. 450917-3030, setja SOL2023 í skýringu. Athugið að skráning er ekki gild fyrr en mótsgjald hefur verið að fullu greitt og getur viðkomandi misst sæti sitt ef ekki hefur verið gengið frá greiðslu og fjöldi greiddra þátttökutilkynninga fer yfir hámarksfjölda. Að teknu tilliti til framangreinds eru allra síðustu forvöð til að ganga frá mótsgjaldi 19.júní kl 20:00.

Opnað verður fyrir skráningu í áföngum miðað við PDGA stig spilara.

Fyrsta skref skráningar 

Kvennaflokkar og ungmennaflokkur - 650 PDGA stig og hærri. Stórmeistaraflokkar – 800 PDGA stig og hærri.  Aðrir flokkar - 850 PDGA stig og hærri. 

Annað skref skráningar  

Kvennaflokkar og ungmennaflokkur – 600 PDGA stig og hærri. Stórmeistaraflokkar – 700 PDGA stig og hærri. Aðrir flokkar - 800 PDGA stig og hærri.

Þriðja skref skráningar 

Ef mótið er ekki fullt verður opnað fyrir skráningu spilara með lægri pdga stig ef aðstæður leyfa.

Aðrar upplýsingar 

Ekki verður hægt að breyta skráningu eða skrá sig eftir að skráning líkur.

Endugreiðslur verða gerðar samkvæmt PDGA reglum. 

Ekki verður tekið við séróskum um rástíma.

Share

What would you like to share?