Hole-by-hole statistics
View: Grouped chart | Detailed chart | TableThe result was updated on: 2024-06-16 22:50:27.
User statistics
|
Show presenter |
Show pdf Results will be updated every 30 seconds!
Styrktaraðili Kvennamótaraðar ÍFS eru Folfdiskar.is.
Almennar upplýsingar
- Mótið kostar 1000 kr, eða 2500 kr fyrir alla mótaröðina. Lagt inn á reikning 0513-14-503326, kt. 450705-0630 fyrir mót. Skýring ,,kvenna" og kvittun á motanefnd@folf.is eða koma upplýsingum/pening til mótsstjóra.
- Við hittumst á fyrsta teig kl.18:00 og fáum upplýsingar um byrjunarteiga og leik mótsins. Gott að mæta aðeins fyrr ef ykkur vantar aðstoð við að læra reglur.
- Við spilum 18 - 20 holur í hverju móti.
- Einungis ein kona í hverju holli þarf að skrá skor á metrix. Mælum með að þær sem eru nýjar æfi sig líka að skrá aukalega.
- Verðlaunaafhending eftir að allir klára hringina á fyrirfram auglýstum stað.
Vallarreglur
FA1 og FA2 - Spila á hvítum teigum (pallar)
FA3 - Spila á hvítum teigum NEMA á brautum 2, 4, 6 og 8 (pallur á 2, annars staurar)
Tjörn og lækur spilast sem OB
Malbikaðir stígar og handan þeirra er OB (malarstígar er ekki OB)
Muna að sýna öðrum gestum tillitsemi og ekki kasta diskum þegar fólk á hættu á að fá þá í sig.
Leikur mótsins
- Karfa út!
- Eitt stig fyrir disk sem fer í körfu án þess að enda ofan í.
- Öll karfan gildir nema stöngin undir körfu
VERÐLAUNAAFHENDING:
Eftir mót er verðlaunaafhending, en veitt eru verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum flokk, verðlaun fyrir leik mótsins og ein lottó verðlaun (Sigurvegarar flokkanna ekki meðtaldir)
Hlökkum til að sjá ykkur!