Hole-by-hole statistics
View: Grouped chart | Detailed chart | TableThe result was updated on: 2024-08-15 23:40:43.
User statistics
|
Show presenter |
Show pdf Results will be updated every 30 seconds!
Styrktaraðili Kvennamótaraðar ÍFS eru Folfdiskar.is.
Almennar upplýsingar
- Mótið kostar 1000 kr, eða 2500 kr fyrir alla mótaröðina. Lagt inn á reikning 0513-14-503326, kt. 450705-0630 fyrir mót. Skýring ,,kvenna" og kvittun á motanefnd@folf.is eða koma upplýsingum/pening til mótsstjóra.
- Við hittumst á fyrsta teig kl.18:00 og fáum upplýsingar um byrjunarteiga og leik mótsins. Gott að mæta aðeins fyrr ef ykkur vantar aðstoð við að læra reglur.
- Einungis ein kona í hverju holli þarf að skrá skor á metrix. Mælum með að þær sem eru nýjar æfi sig líka að skrá aukalega.
- Verðlaunaafhending eftir að allir klára hringina á fyrirfram auglýstum stað.
Vallarreglur og leikurinn:
ATH - Hjólreiðamót verður haldið á sama tíma og því hefur verið ákveðið að sleppa ákveðnum brautum til að tryggja betur öryggi keppenda.
- Gæta verður fyllstu varúðar vegna hjólreiðamótsins. Bæði að verða ekki fyrir reiðhjóli og einnig að kasta ekki diskum ef hætta er á að hitta í einhvern.
- Við spilum brautir 1-3, 5-7 og 12-18. Sleppum brautum 4, og 8-11.
- Þegar farið er frá braut 3 og yfir á 5. braut ætti að ganga um braut 4 ef nóg pláss er, annars skal koma inn á miðja 5. braut og ganga hana til baka að teig. Ekki koma inn á brautina nema hún sé auð.
- Þegar farið er af 7. braut og yfir á 12. braut skal ganga til baka eftir brautinni og að 6. teig, þaðan í átt að körfu 3 og yfir á 12. teig.
- FA1 og FA2 spila hvíta teiga. FA3 spilar rauða teiga.
- Venjulegar OB og Mandó reglur
- OB merkt með staurum og/eða bandi á 1, 17 og 18
- Hazard í gryfjum á 17
- Kvaðir beint af teig á 15 og 16
Leikur mótsins verður spurningaleikur eftir mót.