05/27/23 11:00|Grafarholt Silfurmót → Hvítir 18|ICELAND, Höfuðborgarsvæðið, Reykjavíkurborg
Hole-by-hole statistics
View: Grouped chart | Detailed chart | TableThe result was updated on: 2023-05-27 16:44:53. Free discgolfmetrix.com is used
User statistics
Results will be updated every 30 seconds!
Keppendur í Silfurmóti 1.
Nú styttist í helgina og stefnir í fràbært mót.
Hér að neðan má sjá dagskrá daganna 27-28 maí, þar kemur fram hvenar er mæting, melding og fl.
Ég minni þá keppendur sem eiga eftir að ganga frá mótsgjaldi að ganga frá því sem fyrst, en það staðfestir þáttöku keppandans.
Fyrir utan Þorláksgeisla 51 verða drykkur og snarl í boði fyrir keppendur.
Vallarkort er að finna á metrix ( manual takkinn) eða neðst á síðunni fyrir neðan keppandalistann og gott að keppendur skoði það áður en mót hefst.
OB eða utan vallar er í gildi á braut 1 - 12 - 17 og 18, en ath að steina svæðið á 17 braut er Hazzard ( toffæra ).
Allir keppendur spila á hvítum teigum.
Laugardagurinn 27.maí
10:00-10:30 - keppendur senda sms með nafni í síma 7740251 og láta þar með mótsstjóra vita að þeir ætla að mæta. Eða hitta mótsstjóra uppí Þorláksgeisla 51.
10:40 keppendur sjá á metrix hvaða braut þeir byrja á. ( show groups takkinn ) ( gott er að keppendur séu mættir síðasta lagi 10:45 svo þeir hafi góðan tíma til að koma sér á teig )
11:00 ræst á teig.
2 keppendur skrá skor, einn á metrix og einn á t.d Udisc eða geta fengið skorkort hjá mótsstjóra.
14:00 hópmyndataka og leikir. ( í verðlaun verða gjafabref frá Frisbigolfbúðinni )
14:30 mótsdegi lokið.
18:00 keppendur fá tölvupóst um hvenar þeir eiga rástíma sunnudaginn 28.maí
Sunnudagurinn 28.maí
Keppendur þurfa að senda sms 60 mín fyrir sinn rástíma í síma 7740251 og làta vita að þeir mæta. Eða uppí þorláksgeisla 51 til mótsstjóra.
16:00 verðlaunaafhending og grill.
17:00 mótsdegi lokið.
Ef það eru einhverjuar spurningar er hægt að hafa samband við mótsstjóra gegnum metrix eða email: gjaldkeri@fgr.is
Hlakka til að sjá ykkur.
Kv Guðrún Mótsstjóri
Silfurmót Íslandsbikarsins 2023
Fyrsta mótið í Silfurmótaröð ÍFS verður haldið á Grafarholtsvelli 27. -28. maí nk. og sér Frisbígolffélag Reykjavíkur um framkvæmdina.
Silfurmótaröðin er sérstaklega ætluð þeim sem keppa ekki á Gullmótaröðinni eða eru að stíga sín fyrstu skref í keppnum í frisbígolfi. Boðið er upp á sjö getuflokka og spilaðir tveir 18 brauta hringir, einn hvorn dag og eru öllum opið (sem ekki spila á Gullmótaröðinni).
Silfurmótaröðin eru fimm mót sem haldin eru í sumar og er hvert mót sjálfstætt þannig að keppendur þurfa ekki að taka þátt í öllum mótum til að vera með. Bestu þrjú mót af fimm gilda síðan fyrir lokastig fyrir þá sem taka þátt í allri mótaröðinni.
Mótin gefa PDGA stig en ekki verða PDGA stiga lágmörk fyrir þátttöku í silfurmótaröðinni. Keppendur í Gullmótaröðinni geta ekki keppt í Silfurmótaröðinni enda tilgangurinn að auka framboð fyrir þennan hóp keppenda. FGR Reykjavík
Keppnisflokkar Silfurmótaraðarinnar eru:
Almennur flokkur kvenna (FA2),
Almennur flokkur 2 (MA2),
Almennur flokkur 3 (MA3),
Stórmeistaraflokkur 40 ára og eldri (MA40),
Stórmeistaraflokkur 50 ára og eldri (MA50),
Barnaflokkur 12 og og yngri (MJ12)
Ungmennaflokkur 15 ára og yngri (MJ15).
Allir flokkar spila á hvítum teigum.
Almennar upplýsingar
Skráningu fyrir mót í silfurmótaröðinni gildir fyrstur kemur fyrstur fær og opnar því skráning fyrir alla á sama tíma.
Farið er eftir PDGA reglum og gert er ráð fyrir að keppendur þekki þær
Stranglega bannað er að reykja, veipa og neyta áfengis eða annarra vímuefna.
Keppendur í barnaflokki þurfa að vera í fylgd með ábyrgðarmanni.
Mótsgjald: 6.000 kr. (frítt fyrir 12 ára og yngri)
Greiða þarf mótsgald með millifærslu á reikning FGR: kt 450917-3030 / 515-26-173030 og endilega setja skýringu : silfur23.
Athugið að skráning er ekki gild fyrr en mótsgjald hefur verið að fullu greitt og getur viðkomandi misst sæti sitt ef ekki hefur verið gengið frá greiðslu og fjöldi greiddra þátttökutilkynninga fer yfir hámarksfjölda. Að teknu tilliti til framangreinds eru allra síðustu forvöð til að ganga frá mótsgjaldi 26.maí kl 22:00
Fyrirkomulag:
Mótsstjóri og mótsdómari : Guðrún Fjóla
Áætluð dagskrá:
Laugardagurinn 27.maí:
Ræst er út á öllum teigum kl 11:00.
Sunnudagurinn 28.maí
Ræst verður af fyrsta teig og byrjar fyrsta holl kl 11:00
Áætlaður tími verðlaunarafhendingu er kl 16:00
Tilkynna þarf mætingu með sms í síma 7740251 lágmark 30 mín fyrir rástíma.