Login

06/19/20 - 06/21/20 Golfstart|Gufunes → 2019 blue|ICELAND, Höfuðborgarsvæðið


Frisbígolffélag Reykjavíkur stendur fyrir Sölstöðumóti og fer það fram á Gufunesvelli helgina 19-21 júní. Keppt verður í alls ellefu flokkum. Mótið er hluti af Íslandsbikar ÍFS. Mótið er PDGA vottað, C-stig.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Opnum meistaraflokki (MPO)

Meistaraflokki kvenna (FPO)

Stórmeistaraflokki 40+ (MP40)

Stórmeistaraflokki 50+ (MP50)

Almennum flokki kvenna 1 (FA1)

Almennum flokki 1 (MA1)

Almennum flokki kvenna 2 (FA2)

Almennum flokki 2 (MA2)

Amennum flokki 3 (MA3)

Ungmennaflokki ≤18(MJ≤18) 

Ungmennaflokki ≤12 (MJ≤12)

 

Dagskrá

18. júní - Innskráning og afhending leikmannapakka í Grafarholti milli 19.00 og 21.30.

19. júní - Innskráning og afhending leikmannapakka í Gufunesi milli 19.00 og 21.30.

19. júní - 1x18 brautir, hópræsing (shotgun-start)

20. júní - 1x18 brautir, tímaræsing (golf-start)

21. júní - 1x18 brautir, tímaræsing

21. júní – Verðlaunaafhending

 

Mótsgjald

7.000 kr. í fullorðinsflokkum, 3.500 kr. fyrir silfurfélaga í FGR, 0 kr fyrir gullfélaga í FGR.

3.000 kr. í Ungmennaflokkum, 50% afsláttur fyrir félaga og börn félaga í FGR.

Mótsgjald má millifæra á reikning FGR og setja "SOL20" í skýringu. Banki: 515-26-173030, Kt. 450917-3030.

Innifalið í mótsgjaldi er: Þátttaka, leikmannapakki sem inniheldur sérmerktan disk, handklæði og drykk+orkustöng báða dagana og kaffi/hressing í keppnismiðstöð.

 

Fyrirkomulag

Vegna COVID-19 verða gerðar tilskyldar ráðstafanir til að takmarka mögulegar smitleiðir. Keppendur eru beðnir að gæta hreinlætis og virða tveggja metra fjarlægðarmörk á og við mótsstað. 

Á föstudagskvöldi verður leikinn einn 18 brauta hringur. Ræst út af öllum teigum í einu kl. 19.30.

Á laugardegi verður leikinn einn 18 brauta hringur. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 09.00.

Á sunnudegi verður leikinn einn 18 brauta hringur. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 09.00.

Völlurinn

Vallarvísir, skipulag brauta og merkingar verður tilbúið til spilunar og æfinga mánudaginn 15 júní. Fullorðinsflokkar spila af bláum teigum, nema Almennur flokkur kvenna 1 , Almennur flokkur kvenna 2 og barnaflokkur sem spila styttri brautir.

Mótsstjórar:

Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, Aron Morthens og Ólafur Haraldsson

 

Lýsingin er gerð með fyrirvara um breytingar. Keppendur fá sendar nánari upplýsingar, keppendahandbók og vallarvísi í tölvupósti og verður það einnig aðgengilegt á vef og FB síðum FGR.

Fyrirspurnir má senda á motastjorn@fgr.is

 

English summary

Reykjavik Discgolf Club, FGR, hosts the annual Soltice tournament in Gufunes on May 19-21 júní 2020. This is a PDGA sanctioned C-tier event and a part of the Icelandic Cup / Íslandsbikarinn. The following classes are available: MPO, FPO, MP40, MP50, FA1, MA1, FA2, MA2, MA3, Junior≤18 and Junior≤12. Due to COVID-19, special arrangements will be made to comply with requrements of Icelandic authorities and PDGA to minimize contact and risc of contagion.

 

Scedule

June 18 - Check-in, Grafarholt 19.00-21.30.

June 19 – Check in.

June 19 - 1x18 holes, shotgun-start.

June 21 - 1x18 holes, golf-start.

June 22 - 1x18 holes, golf-start

 

Fee

7.000 ISK for adults, 3.500 ISK for Silver Members of FGR, 0 ISK for GoldMembers of FGR.

3.000 ISK for juniors, 1.500 ISK for members or children of members of FGR.

Included: Registration, player’s pack and coffee/light refreshments at tournament center.

 

Courses

The tournament will be played at the Gufunes course. The layout and courses will be ready for practice on June 15. All adult divisions play blue course, except FA1,FA2 and Junior that play a shorter course.

The above information is subject to change.

Further information: www.fgr.is and th FB-event page.

Contact: motastjorn@fgr.is


Share

What would you like to share?