Íslandsmót í frisbígolfi 2020
28.-30. ágúst 2020
Byggt er á því skipulagi sem mótað hefur verið undanfarin ár en nokkrar breytingar eru þó gerðar sem aðallega eru þær að nú eru 11 keppnisflokkar í stað 8 og er veittur farandbikar í þeim öllum. Íslandsmótið er áfram skilgreint mót þeirra bestu og spila því allir flokkar jafnmargar brautir en á ólíkum teigum.
Ellefu Íslandsmeistarar verða krýndir í stað átta í fyrra og fimm árið 2018.
Mótið er PDGA vottað.
Keppt er á þremur völlum eins og tvö síðustu ár. Er það gert til þess að gera það erfiðara, auka fjölbreytni og um leið að það verði skemmtilegra. Keppendur þurfa að glíma við fjölbreyttari brautir og ólíkari köst á þessum þremur völlum í stað þess að keppt yrði á einum velli. Nýtt er að leiknar eru 18 brautir á dag í þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnudag og er rástímastart notað alla dagana. Það er bæði gert til að koma fleiri keppendum að en einnig vegna Covid reglna.
Íslandsmótið er fjórða og næstsíðasta mót Íslandsbikarsins sem er mótaröð sem hefur verið í gangi í sumar.
Mótshaldari er Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS)
Mótsstjóri er Birgir Ómarsson ÍFS og honum til aðstoðar er Ólafur Haraldsson FGR.
Þeir eru ekki keppendur á mótinu.
Hverjir geta tekið þátt?
Allir geta tekið þátt óháð kyni og aldri. Nafnbótin “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt. Öllum er heimilt að keppa upp fyrir sig í flokki, óháð kyni og aldri.
Keppnisvellir:
Mótið fer fram á þremur völlum.
Vífilsstaðavöllur (föstudagur)
Spilaðar eru 18 brautir skv. breyttu Þriðjudagsdeildarskipulagi. Tveir teigar eru á þessu nýja layouti, erfiðari og léttari.
Grafarholtsvöllur (laugardagur)
Spilaðir verða tveir hringir á núverandi 9 brauta skipulagi vallarins. Notaðir eru mismundandi teigar eftir flokkum.
Gufunesvöllur (sunnudagur)
Spilaður verður einn hringur á vellinum í Gufunesi skv. því vallarskipulagi sem notað hefur verið á mótum í sumar. Mismunandi teigar eru notaðir eftir flokkum. (sjá flokkar).
Allir flokkar á Íslandsmóti spila sömu velli þ.e. 18 brautir á Vífilsstöðum, 18 brautir í Grafarholti og 18 brautir í Gufunesi en munur er á teigum.
Keppendur geta alltaf ákveðið að færa sig upp um flokk þ.e. að skrá sig í erfiðari
flokk en þeir tilheyra. Þetta þarf að gera i skráningu fyrir mót.
Vegna Covid verða eingöngu notuð rafræn skorkort (discgolfmetrix).
Skilgreining á flokkum og keppnisfyrirkomulag:
Keppnisflokkar:
Boðið er upp á eftirfarandi keppnisflokka:
1. Opinn meistaraflokkur (MPO)
2. Meistaraflokkur kvenna (FPO)
3. Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40)
4. Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50)
5. Almennur flokkur (MA1)
6. Almennur flokkur kvenna (FA1)
7. Almennur flokkur 2 (MA2)
8. Almennur flokkur kvenna 2 (FA2)
9. Almennur flokkur 3 (MA3)
10. Ungmennaflokkur 18 og yngri (MJ18)
11. Barnaflokkur 12 og yngri (MJ12)
Nánari skýringar á keppnisflokkum:
1. Opinn meistaraflokkur - MPO
Opinn meistaraflokkur spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í opnum meistaraflokki. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 – Opinn meistaraflokkur og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
2. Meistaraflokkur kvenna - FPO
Meistaraflokkur kvenna spilar spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í meistaraflokki kvenna. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Meistaraflokkur kvenna og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
3. Stórmeistaraflokkur 40 ára og eldri - MP40
Stórmeistaraflokkur 40 ára og eldri spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í stórmeistaraflokki. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Stórmeistaraflokkur 40+ og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
4. Stórmeistaraflokkur 50 ára og eldri - MP50
Stórmeistaraflokkur 50 ára og eldri spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í stórmeistaraflokki. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Stórmeistaraflokkur 50+ og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
5. Almennur flokkur 1 - MA1
Almennur flokkur 1 spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í flokknum. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 -Almennur flokkur 1 og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
6. Almennur flokkur kvenna 1 - FA1
Almennur flokkur kvenna 1 spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af léttari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á rauðum og seinni á hvítum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (hvítir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Almennur flokkur kvenna og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr
7. Almennur flokkur 2 - MA2
Almennur flokkur 2 spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Almennur flokkur 2 og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
8. Almennur flokkur kvenna 2 - FA2
Almennur flokkur kvenna 2 spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af léttari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á rauðum og seinni á hvítum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (rauðir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Almennur flokkur kvenna 2 og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr
9. Almennur flokkur 3 - MA3
Almennur flokkur 3 spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af léttari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á rauðum og seinni á hvítum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (hvítir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Sigurvegari fær nafnbótina Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Almennur flokkur 3 og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald er 8.000 kr.
10. Ungmennaflokkur 18 ára og yngri - MJ18
Ungmennaflokkur er fyrir 18 ára og yngri og spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af erfiðari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (fyrri á hvítum og seinni á bláum teigum) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (bláir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum. Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í Ungmennaflokki. Sigurvegari hlýtur titilinn Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Ungmennaflokkur 18 ára og yngri og fær afhentan farandbikar. Keppnisgjald í ungmennaflokki er 2.000 kr.
11. Barnaflokkur 12 ára og yngri - MJ12
Barnaflokkur er fyrir 12 ára og yngri og spilar 18 brautir á vellinum á Vífilsstöðum á föstudegi af léttari teigum, tvo hringi (2x9) í Grafarholti (rauðir teigar) á laugardegi og átján brautir í Gufunesi (rauðir teigar) á sunnudegi. Allir hringir verða með rástímum.
Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í barnaflokki. Sigurvegari hlýtur titilinn Íslandsmeistari í frisbígolfi 2020 - Barnaflokkur
Keppnisgjald í barnaflokki er ekkert (frítt).
Ath. að nauðsynlegt er að foreldri/forráðamaður fylgi barninu í keppninni.
Dagskrá Íslandsmótsins í frisbígolfi 2020
Fimmtudagur 27. ágúst
Kl. 16.00 Íslandsmeistaramótið í Texas scramble - Gufunesi
Keppt í tveggja manna liðum og geta lið hafið keppni á tímabilinu kl. 16.30-18. Reiknað er með að síðustu lið komi inn kl. 20
Kl. 20.00 Keppni í Texas lýkur. Verðlaunaafhending.
Kl. 21.00 Leikmannafundur í Hlöðunni í Gufunesi (mögulega fjarfundur vegna Covid)
Keppnisgögn afhent.
Föstudagur 28. ágúst
Kl. 09.00 Keppni hefst á Vífilsstaðavelli. Fyrstu keppnishópar ræstir út. Spilaðar eru 18 brautir á Vífilsstaðavelli.
Rástímastart.
Kl. 20.00 Keppnisdegi lokið (fer eftir fjölda keppenda)
Kl. 21.00 Rástímum fyrir laugardag úthlutað rafrænt
Laugardagur 29. ágúst
Kl. 09.00 Keppni hefst á Grafarholtsvelli. Fyrstu keppnishópar ræstir út.
Spilaðar eru samtals 18 brautir á Grafarholtsvelli. Rástímastart.
Kl. 20.00 Keppnisdegi lokið (fer eftir fjölda keppenda)
Kl. 21.00 Rástímum fyrir sunnudag úthlutað rafrænt
Sunnudagur 30. ágúst
Kl. 09.00 Keppni hefst á Gufunesvelli. Fyrstu keppnishópar ræstir út.
Spilaðar eru 18 brautir á Gufunesvelli. Rástímastart.
Kl. 16.30 Keppnisdegi lokið (fer eftir fjölda keppenda)
Kl. 17.00 Verðlaunaafhending.
Ath. dagskráin getur breyst og verður þá kynnt keppendum.