Login

08/27/21 - 08/29/21|Gufunes 2021 → 1|ICELAND, Höfuðborgarsvæðið, Reykjavíkurborg


Íslandsmót í frisbígolfi 27.-29. ágúst 2021 

Íslandsmótið er þriggja daga mót og hápunktur keppnisársins í frisbígolfi á hverju ári. Mótið er fjórða og næstsíðasta mót Íslandsbikarsins sem er mótaröð sem hefur verið í gangi í sumar. 

Mótshaldari er Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS) og mótsstjóri er Berglind Ásgeirsdóttir.

Allir geta tekið þátt óháð kyni og aldri á meðan mótið er ekki fullt en upplýsingar um skráningarferli er hér að neðan. Nafnbótin “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt. Öllum er heimilt að keppa upp fyrir sig í flokki. 

Keppnisvöllur:
Mótið fer fram á Gufunesvelli. Spilaðir verða þrír hringir á vellinum í Gufunesi, einn hvern dag skv. því vallarskipulagi sem notað hefur verið á stórmótum í sumar, Opna Reykjavíkurmótinu og Sólstöðumótinu. Mismunandi teigar eru notaðir eftir flokkum. Keppendur geta alltaf ákveðið að færa sig upp um flokk þ.e. að skrá sig í erfiðari flokk en þeir tilheyra. Þetta þarf að gera i skráningu fyrir mót.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: 

1. Opinn meistaraflokkur (MPO)
2. Meistaraflokkur kvenna (FPO)
3. Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40)
4. Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50)
5. Almennur flokkur (MA1)
6. Almennur flokkur kvenna (FA1)
7. Almennur flokkur 2 (MA2)
8. Almennur flokkur kvenna 2 (FA2)
9. Almennur flokkur 3 (MA3)
10. Ungmennaflokkur 18 og yngri (MJ18)
11. Barnaflokkur 12 og yngri (MJ12)

Skráning hefst 29. júlí og verður í þremur þrepum:

29. júlí -5. ágúst - Meistaraflokkar
Opnað verður fyrir skráningu keppenda með 880 PDGA stig eða hærra í opinn meistaraflokk. Opnað verður fyrir skráningu í meistaraflokk kvenna og stórmeistaraflokka.
Opnað verður fyrir skráningu í MA1 og FA1
Opnað fyrir skráningu í ungmennaflokka MJ18 og barnaflokka MJ12.

6.-13. ágúst - 840 PDGA stig eða hærra
Opnað fyrir skráningu í fyrir spilara með 840 PDGA stig eða hærra í opna flokka.
Opnað fyrir skráningu í kvennaflokka

14. ágúst verður opnað fyrir almenna skráningu í alla flokka.

22. ágúst er lokað fyrir skráningu

Share

What would you like to share?