Login

09/10/22 - 09/11/22|ICELAND


    Þorrmót FGR er hluti af Íslandsbikarnum, gullmótaröð ÍFS.

    Keppt verður á Grafarholtsvelli og Gufunesvelli dagana 10-11.september og leikinn verður einn hringur á dag, ræst út af fyrsta teig. Gert er ráð fyrir að fyrsti ráshópur fari af stað kl. 10 báða daganna. Ekki verður hægt að óska eftir sér rástíma.

    7 keppnisflokkar eru í boði:

    Opinn meistaraflokkur - MPO - bláir teigar

    Meistaraflokkur kvenna - FPO - bláir teigar

    Stórmeistaraflokkur 40+ - MP40 - bláir teigar

    Stórmeistaraflokkur 50+ - MP50 - bláir teigar

    Almennur flokkur 1 - MA1 - bláir teigar

    Almennur flokkur kvenna 1 - FA1 - hvítir teigar

    Ungmennaflokkur 18 ára og yngri - MJ18 - bláir teigar

    Mótsgjald: 6.000 kr.

    Fullgilt félagsfólk FGR fær 50% afslátt af mótsgjaldi.

    Greiða þarf mótsgald með millifærslu á reikning FGR: 515-26-173030, Kt. 450917-3030, setja ÞOR2022 í skýringu. Athugið að skráning er ekki gild fyrr en mótsgjald hefur verið að fullu greitt og getur viðkomandi misst sæti sitt ef ekki hefur verið gengið frá greiðslu og fjöldi greiddra þátttökutilkynninga fer yfir hámarksfjölda. Að teknu tilliti til framangreinds eru allra síðustu forvöð til að ganga frá mótsgjaldi 7.september kl 00:00

    Opnað verður fyrir skráningu í áföngum miðað við PDGA stig spilara.

    Fyrsta skref skráningar 12.ágúst kl 20:00 - 19.ágúst kl 20:00

    Kvennaflokkar og ungmennaflokkur - 700 PDGA stig og hærri. Stórmeistaraflokkar – 800 PDGA stig og hærri.  Aðrir flokkar - 850 PDGA stig og hærri.

    Annað skref skráningar 19.ágúst kl 20:00 - 26.ágúst kl 20:00

    Kvennaflokkar og ungmennaflokkur – 600 PDGA stig og hærri. Stórmeistaraflokkar – 700 PDGA stig og hærri. Aðrir flokkar - 800 PDGA stig og hærri.

    Þriðja skref skráningar 26.ágúst kl  20:00 - 7.september kl 20:00

    Ef mótið er ekki fullt verður opnað fyrir skráningu spilara með lægri pdga stig ef aðstæður leyfa en einugis fyrir keppendur í gullmótaröðinni.

    Texas mót verður 8.september á Gufunesvelli sem opið verður öllum og skráning opnar 1.september, boðið verður uppá 4 flokka, MPO, FPO , MA1 og Paraflokk. Frítt verður fyrir keppendur Þorramótsins en 1000 krónur á mann fyrir aðra.

    Mini-mót verður föstudaginn 9.september í Grafarholti sem opið er öllum og skráning opnar 1.september, Frítt fyrir keppendur en 1000 kr á mann fyrir aðra.

     

    Share

    What would you like to share?