10/30/22 12:00|Grafarholt 18 brautir |ICELAND, Höfuðborgarsvæðið, Reykjavíkurborg
Síðasta umferð í PDGA Laugardagsdeild FGR verður nk SUNNUDAG 30.október kl 12:00 í GRAFARHOLTI Spilað eru 18 brautir.
Deildin er 6 umferðir og verðlaun fyrir heildardeild gefin í lokin , bestu 4 umferðirnar gilda.
Ef pollar hafa myndast á vellinum þá eru þeir casual ( ef ekki er hægt að bakka beint frá körfu án þess að lenda OB þá má taka styðstu leið út en ekki í àtt að körfu. )
Spilað er eftir PDGA reglum. ( muna skrifa skor á 2 staði )
Reykingar, veip , eiturlyf og áfengi bannað á meðan umferð stendur.
Skráning opnar fimmtudaginn 20.okt kl 20:00 og lokar laugardaginn 22.október kl 10:00 , ekki verður hægt að breyta skráningunni eftir að henni er lokað, eða skrá sig.
Boðið verður uppà 7 flokka.
PDGA stig í þessum flokkum og spila þeir á bláum teigum:
MA1, MA2, MJ18.
PDGA stig í þessum flokkum og spila þeir á hvítum teigum:
FA1, MA3.
Ekki gefin PDGA stig í þessum flokkum, tilvalið fyrir byrjendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í frisbímótum:
FA2,MA4
Veitt verða verðlaun fyrir 1-3 sæti i öllum flokkum.
Mótsgjald er 1000kr, en mótið er innifalið í gullaðild FGR 2022.
Ef það er gangandi/hjólandi vegfarandi á göngustígum á vellinum, ekki þá kasta.
Hafið augun opin að aðrir keppendur séu ekki í hættu að fá disk í sig.
Fyrirkomulag:
Mótstjórar : Guðrún Fjóla ( á staðnum ) og Þorgerður Fríða
Mótsdómari: Guðrún Fjóla
Melding er milli kl 10:30-11:30:00 ( holl koma inn síðasta lagi 11:40 )
EINUNGIS HÆGT AÐ MELDA SIG RAFRÆNT MEÐ SMS EÐA HRINGJA Í SÍMA 7740251
Ef keppandi melda sig ekki á tilsettum tíma missir hann þáttökurétt í mótinu og fer á refsibiðlista í næsta móti sem hann skráir sig á vegum FGR.