Login

11/23/22 20:00|Dalvegur → Dalvegur 20|ICELAND, Kópavogur

  • Manual: click here
  • Show groups: click here
  • Comment: Mótsgjald er 2.000 kr per lið - Kennitala: 650722-1160 Reikningsnúmer: 0537-26-009091

Frisbígolffélag Hafnarfjarðar (FFH) stendur fyrir glóðagolf  mótum í nóvember.

Keppt verður með texas fyrirkomulagi í myrkrinu á Dalvegi miðvikudaginn 23. nóvember (ekki fimmtudegi einsog fyrri mót!).

Leiknir verða tveir hringir, samtals 20 brautir. Ræst er út af öllum teygum samtímis klukkan 20:00.
Göngustígar og lækur er OB, einnig skal hafa í huga að "casual relief" er í gildi þar sem diskur lendir í vatni sem er ekki partur af venjulega farveg læksins og verði því ekki refsing sem hlýst af. Það mun sérstaklega eiga við á 6. holu í kringum hólinn og á 8. holu. Það þýðir að standa megi fyrir aftan lendingarstað disks án refsingar (svo lengi sem að það sé lengra frá körfu en lega disks).

Skráning hefst mánudaginn 21. nóvember og lýkur 23. nóvember klukkan 19:20.

Mótsgjald er 2.000 kr per lið og skal vera greitt með millifærslu inná reikning FFH:
650722-1160
0537-26-009091
Börn yngri en 16 ára fá frítt og yngri en 12 ára skulu vera í fylgd forráðamanna.

Melding er milli kl. 17:00-19:20 ( holl koma inn um kl. 19:40 )
MELDING MEÐ SMS EÐA HRINGINGU Í SÍMA 8488590

Keppt verður í þremur flokkum:
Opinn flokkur
Almennur flokkur
Paraflokkur

Sýnum tillitssemi og höfum augun opin svo aðrir keppendur séu ekki í hættu.

Ekki kasta ef hætta er á að diskur lendi í gangandi/hjólandi vegfarendum á stígum.

Reykingar, veip , eiturlyf og áfengi bannað á meðan umferð stendur.

Mótstjórar eru: Ágúst Ásmundsson og Hörður

Folfdiskar.is verður á staðnum fyrir mót með allt fyrir glóðagolfið á 10% afslætti.

Share

What would you like to share?