- Tilkynna þarf mætingu eða forföll samdægurs lágmark klukkutíma fyrir auglýstan mótstíma í síma 6998738 eða í gegnum einkaskilaboð á Facebook til Hörpu.
- Mótið kostar 1000 kr, eða 3000 kr fyrir alla mótaröðina. Lagt inn á reikning 0513-14-503326, kt. 450705-0630 fyrir mót.
- Við spilum 2x10 holu hringi.
- Hægt að nálgast upplýsingar um leik mótsins til mótsstjóra. Upplýsingar hér fyrir neðan.
- 40 mínútum fyrir auglýstan mótstíma – aðstoðað með skráningu fyrir ofan fyrsta teig, farið yfir helstu reglur og svarað spurningum. Skyldumæting fyrir þær sem eru að mæta á fyrsta mót, frjáls mæting fyrir aðrar.
- Hálftíma fyrir mót – mælst til að vera mætt á völlinn og hita upp.
- Tuttugu mínútum áður en við leggjum af stað gefum við upplýsingar um teig sem keppendur byrja að spila völlinn á. Það byrja allir á sama tíma og því byrjað á mismunandi stöðum á vellinum.
- Fimm mínútum fyrir auglýstan mótstíma, sem er jafnframt rástími (tími til að leggja af stað í keppnina), þarf að mæta á teig og ákveða hver skráir skor keppenda. Einungis ein kona í hverju holli þarf að skrá skor.
- Verðlaunaafhending og hópmynd eftir mót. Safnast saman fyrir ofan fyrsta teig.
- Leikur mótsins verður svo haldinn í lok móts. Meiri upplýsingar verður hægt að nálgast hjá mótsstjóra.
Vallarreglur
FA1, FA2 og FA3 spila allar af hvítum teigum. Göngustígur neðst á velli markar vallarmörk og er hann og allt handan hans OB. Á holu 5 er mandó, kast þarf að fara hægra megin við mandóið og má ekki fljúga vinstra megin við það á neinum tímapunkti, ef þið missið mandó takið þið eitt refsikast og kastið síðan næsta kasti við hliðina á mandó.