Login

  • Tilkynna þarf mætingu eða forföll samdægurs lágmark klukkutíma fyrir auglýstan mótstíma í síma 8610343 eða 6998738 eða í gegnum einkaskilaboð á Facebook til Svandísar eða Hörpu.
  • Mótið kostar 1000 kr, eða 3000 kr fyrir alla mótaröðina. Lagt inn á reikning 0513-14-503326, kt. 450705-0630 fyrir mót.
  • Við spilum 2x10 holu hringi.
  • Hægt að nálgast upplýsingar um leik mótsins til mótsstjóra. Upplýsingar hér fyrir neðan.
  • 40 mínútum fyrir auglýstan mótstíma – aðstoðað með skráningu fyrir ofan fyrsta teig, farið yfir helstu reglur og svarað spurningum. Skyldumæting fyrir þær sem eru að mæta á fyrsta mót, frjáls mæting fyrir aðrar.
  • Hálftíma fyrir mót – mælst til að vera mætt á völlinn og hita upp.
  • Tuttugu mínútum áður en við leggjum af stað gefum við upplýsingar um teig sem keppendur byrja að spila völlinn á. Það byrja allir á sama tíma og því byrjað á mismunandi stöðum á vellinum.
  • Fimm mínútum fyrir auglýstan mótstíma, sem er jafnframt rástími (tími til að leggja af stað í keppnina), þarf að mæta á teig og ákveða hver skráir skor keppenda. Einungis ein kona í hverju holli þarf að skrá skor.
  • Verðlaunaafhending og hópmynd eftir mót. Safnast saman fyrir ofan fyrsta teig.
  • Leikur mótsins er LENGSTA PÚTT (holu 4)
    • Púttið þarf að lenda ofan í körfunni og haldast ofan í körfunni
    • Ef að kastað er ofan í frá langri lengd (t.d. frá teig eða 40m) þá telst það sem pútt
    • Ef að diskur lendir innan 10 metra frá körfu og púttið fer ekki ofan í þá teljast seinni tilraunir ekki sem lengsta pútt
  •  

    Vallarreglur

  • FA1 spilar af hvítum teigum

  • FA2 spilar af hvítum teigum nema á holu 2 og 5 þar sem þær spila af rauðum

  • FA3 spilar af rauðum teigum

  • Girðingar fyrir aftan körfu 2, hægra megin við braut 5 og 6 eða vinstra megin við braut 6 eru utan vallar (OB). Einnig götur, bílastæði og allt umfram þess utan vallar (OB).

  • Ef diskur lendir ofan á þaki á braut 6 þá er það Relief Area (regla 806.04). Það er spilað eins og að diskurinn hafi flogið OB en engu refsihöggi bætt við.

Share

What would you like to share?