Login

09/08/23 - 09/10/23|Grafarholt 18 brautir |ICELAND, Höfuðborgarsvæðið, Reykjavíkurborg


Íslandsmótið fer fram dagana 8.-10. september 2023 og stendur mótið í þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnudag. Keppt verður á tveimur völlum, Gufunesvelli á föstudag og Grafarholtsvelli á laugardag og sunnudag. 

Íslandsmótið verður áfram mót þeirra bestu og boðið er upp á 5 keppnisflokka og verða því fimm Íslandsmeistarar krýndir eftir mótið. Mótið er PDGA vottað XC mót. Íslandsmótið er sjálfstætt mót og ekki hluti af Íslandsbikarsmótaröðinni en keppendur þurfa að vinna sér rétt til þátttöku með árangri á Gullmótaröðinni. Nafnbótina “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt. 

Mótshaldari er Íslenska frisbígolfsambandið - ÍFS

Mótsstjóri: Ólafur Haraldsson. Aðstoðarmótsstjóri: Gunnar Einarsson.

 

Skilgreining á flokkum og keppnisfyrirkomulag:

1. Opinn meistaraflokkur (MPO) - Bláir teigar
2. Meistaraflokkur kvenna (FPO) - Blandaðir bláir og hvítir teigar
3. Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40) - Bláir teigar
4. Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50) - Bláir teigar
5. Ungmennaflokkur 18 og yngri (MJ18) - Bláir teigar

Share

What would you like to share?