Áramótið 2024
Nú er komið að hinu árlega Áramóti en það mót hefur verið haldið nánast óslitið frá árinu 2004 og ávallt í gamla góða Gufunesinu. Mótið er alltaf haldið fyrsta sunnudag á nýju ári sem nú kemur upp á 7. janúar og hefst kl. 13. (mæting 12.40) en slöngustart verður notað þ.e. allir keppendur byrja á sama tíma. Keppnisgjald er 500 krónur en frítt er fyrir börn, 12 ára og yngri.
Greiða þarf mótsgald með millifærslu á reikning ÍFS: Banki 513-14-503326, Kt. 450705-0630 skýring "Áramót"
Spilaður er einn hringur og boðið upp á fjóra flokka; opinn-, kvenna-, barna- og 40 og eldri flokka. Blandað verður tilviljunarkennt í flokka enda viljum við hrista hópinn saman í byrjun nýs árs. Opinn flokkur og 40+ spila af bláum teigum, kvennaflokkur af hvítum teigum og barnaflokkur af rauðum teigum.
Engar OB línur verða í gildi á mótinu nema að malbikaði göngustígurinn er alltaf úti (OB). Allar kvaðir verða í gildi. Tvær breytingar eru gerðar á vallarskipulagi. Braut 7 lengist en spilað er á körfu 14 og braut 16 lengist en kastað verður af gamla teignum. Á braut 16 færist rauði teigurinn á núverandi bláan/hvítan.