Gullmót ÍFS og Frisbígolfbúðarinnar er haldið í Grafarholti 12-14. júlí. Sama vallarfyrirkomulag og var á Reykjavík Open.
Spilaðir verða þrír hringir, 54 brautir. Einn 18 brauta hringur á dag.
Sama rásröð verður alla dagana MA1 - FA1 - FA40 - MJ18 - MP50 - MP40 - FPO - MPO,
en mótsstjórn áskilur sér rétt til að breyta því ef það hentar mótinu betur.
Mótið er C-tier PDGA mót og farið eftir PDGA reglum. Bannað er að reykja/veipa og drekka áfengi á meðan umferð stendur.
Reiknað er með að fyrsta holl fari út kl 15.00 á föstudeginum og spilað inn í kvöldið.
Mótsgjald er 7.500kr fyrir alla flokka,nema MJ18 er 2.500kr
og millifærist á rnr.: 0140-05-11186, kt.: 0404665179. Skráning er ekki staðfest fyrr en mótsgjald hefur verið greitt og þarf greiðsla að berast í síðasta lagi 10.júlí kl 18.00
Haukur Arnar Árnason
Mótsstjóri