Login

08/09/24 - 08/11/24|Gufunes → 1|ICELAND, Höfuðborgarsvæðið, Reykjavíkurborg


Íslandsmótið fer fram dagana 9.-11. ágúst 2024 og stendur mótið í þrjá daga, föstudag, laugardag og sunnudag. Keppt verður á tveimur völlum, Gufunesvelli á föstudag og Grafarholtsvelli á laugardag og sunnudag. 

Íslandsmótið verður áfram mót þeirra bestu og boðið er upp á 6 keppnisflokka og verða því sex Íslandsmeistarar krýndir eftir mótið. Mótið er PDGA vottað B mót. Nafnbótina “Íslandsmeistari” fær eingöngu sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt. 

Mótshaldari er Íslenska frisbígolfsambandið - ÍFS

Mótsstjóri: Hans Orri Straumland

Skilgreining á flokkum og keppnisfyrirkomulag:

1. Opinn meistaraflokkur (MPO) - Bláir teigar
2. Meistaraflokkur kvenna (FPO) - Blandaðir bláir og hvítir teigar
3. Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40) - Bláir teigar
4. Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50) - Bláir teigar
5. Stórmeistaraflokkur Kvenna 40+ (FP40) - Blandaðir bláir og hvítir teigar
6. Ungmennaflokkur 18 og yngri (MJ18) - Bláir teigar

Mótsgjald er kr: 10.000,- (kr: 5.000,- fyrir MJ18) og greiðist inn á reikning 0513-14-503326 kennitala 4507050630, merkt ISLMOT og kvittun send á motanefnd@folf.is. Athugið að skráning tekur ekki gildi fyrr en greiðsla hefur borist. 

Gert er ráð fyrir að fyrsta holl verði ræst út kl 13 á föstudeginum en svo klukkan 10 laugardag og sunnudag. 
Ræst verður í eftirfarandi röð:
MP50 - MJ18 - MP40 - FP40 - FPO - MPO
Mótsstjóri áskilur sér rétt til að breyta fyrirkomulagi ef þörf er á. 

Staðfesta skal mætingu klukkustund fyrir rástíma, á föstudeginum, í síma 774-0251. Á laugar- og sunnudeginum skal tilkynna ef keppandi forfallast, með góðum fyrirvara, í sama símanúmer. 
Keppendur skulu vera mættir á teig 5 mínútum fyrir sinn rástíma. 

Leikmannafundur verður á fimmtudagskvöldinu 8. ágúst kl 20 í tengslum við Íslandsmót í Texas.

Val á íslenskum keppendum í sæti sem ÍFS fær úthlutað á Evrópumótið
Meginreglan er sú að miðað er við árangur keppenda á Íslandsmóti. Ef það sker ekki úr um þá er miðað við árangur á Gullmótaröð Íslandsbikarsins og ef enn er jafnt þá er miðað við PDGA stig keppenda. Fjöldi sæta sem Ísland fær úthlutað getur verið breytilegur. Við úthlutun sæta er miðað við eftirfarandi og í þessari röð ef enn er jafnt:

  1. Úrslit Íslandsmóts
  2. Úrslits Íslandsbikars
  3. PDGA stig

Þetta eru viðmiðunarreglur sem stjórn ÍFS hefur að leiðarljósi en endanleg ákvörðun liggur alltaf hjá stjórn ÍFS.


 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍFS

Share

What would you like to share?