Kristófer Breki Daníelsson er að fara að keppa á Junior Worlds í Oklahoma í Bandaríkjunum um miðjan júlí. Frisbígolffélag Hafnarfjarðar ætlar að blása til styrktarmóts til að koma til móts við ferðakostnað. Daníel, faðir Kristófers er einn af stofnfélögum FFH og þykjumst við auðvitað eiga smá part í drengnum þó það sé ekki nema að hann á heima í réttu póstnúmeri.
Mótið er einfalt AceRace á Víðistaðatúni.
Spilaðir eru 2 hringir (18 holur) Hver spilari kastar tveimur köstum á hverjum teig og eina sem telur eru ásar. Einungis er kastað upphafsköstum, eftir það eru diskar teknir upp og haldið er á næstu braut. Allar holur eru af teig að körfu nema níunda mun fá bráðabirgða teig sem styttir hana.
Metrix.... ef einhver ásar, skrá 1, ef viðkomandi ásar ekki, skrá 3.
Glæsileg verðlaun í boði FFH og folfdiskar.is.
Electron Firm Envy - uppáhalds diskur Kristófers
Axiom Trance OTB Special Edition
Neutron Wave - Lizotte DGLO 2023
Kastaplast K1 Hard Krut
Verð 1.000 kr en auðvitað má borga meira (meðlimir FFH fá EKKI frítt á mótið).
Einnig verður uppboð um að fá að vera með kappanum í holli. Tilboð sendast á ffh@ffh.is. Frestur til að senda in tilboð er til hádegis (12:00) á keppnisdaginn 3. júlí ÖLL INNKOMA AF MÓTINU RENNU ÓSKIPT TIL KRISTÓFERS
Vinnsamlegast greiðið þáttökugjald inn á:
Banki: 0537-26-009091
KT: 6507221160