09/15/24 11:00|Ljósafossvöllur|ICELAND, Úlfljótsvatn
Stórmeistaramót ÍFS - PDGA Europe Masters’ Event
15. september fer fram fyrsta stórmeistaramót sem haldið hefur verið á Íslandi í tilefni af PDGA Europe Masters’ Event (Sjá https://www.pdga.com/pdga-europe-masters-event-2024-press-release)
Keppt verður á Ljósafossvelli og verða eftirfarandi flokkar í boði:
Tveir hringir af bláum teigum:
Stórmeistaraflokkur 40+ (MP40)
Stórmeistaraflokkur 50+ (MP50)
Tveir hringir af hvítum teigum:
Stórmeistaraflokkur Kvenna 40+ (FA40)
Stórmeistaraflokkur Kvenna 50+ (FA50)
Stórmeistaraflokkur 40+ (MA40)
Stórmeistaraflokkur 60+ (MA60)
Einn hringur af hvítum teigum:
Stórmeistaraflokkur 70+ (MP70)
Ath að flokkar með fáa þáttakendur gætu verið sameinaðir í samráði við keppendur.
Mæting við fyrsta teig kl 11:00 og keppnin hefst svo kl 11:20.
Verðlaunaafhending fyrir MP70 fer fram kl 14:10 við fyrsta teig.
Flokkarnir sem spila tvo hringi ræsa svo út í umferð 2 kl 14:30.
Verðlaunaafhending fyrir þá fer svo fram um leið og síðasta hollið hefur skilað sér á fyrsta teig.
Mótsgjald er kr: 3.500 og greiðist inn á reikning 0513-14-503326, kennitala 4507050630.
Vinsamlegast notið lýsingu EME og sendið kvittun á motanefnd@folf.is.
Mótstjóri er Blær Örn Ásgeirsson