Login

09/21/24 10:00|Úlfljótsvatnsvöllur → Nýtt 18 brauta 2022|ICELAND, Suðurland, Grímsnes- og Grafningshreppur

  • Comment: Úlfljótsvatnsvöllur - Ljósafossvöllur

Úlli ljósi er frisbígolfmót sem haldið verður á Úlfljótsvatnsvelli og Ljósafossvelli laugardaginn 21. september 2024 en þetta er eitt af elstu mótum landsins sem verður nú enn stærra og flottara en áður. Úlli verður núna með breyttu sniði þar sem keppt verður á tveimur völlum, Úlfljótsvatnsvelli og Ljósafossvelli en spilaður verður einn hringur á hvorum þeirra.

Sem áður verður Úlli ljósi styrktarmót þar sem allur ágóði fer í að byggja áfram upp völlinn á Úlfljótsvatni en við erum komin með góða teiga á flestum brautum og næsta verkefni er að endurnýja körfurnar eftir því sem safnast af peningum.

Á þessu móti verða í raun tvö mót í gangi á sama tíma, annað PDGA reitað en hitt ekki. Í hádeginu hittast báðir hópar á Úlfljótsvatni og njóta ljúffengra hamborgara eins og venja er á þessu móti.

Úlli ljósi 2 - PDGA reitað

Fyrri hringur verður spilaður á Úlfljótsvatnsvelli og mest á sömu teigum (bláum) þar sem mikill munur er á gæðum teiga. Notaðir verða hvítir teigar á nokkrum holum fyrir suma flokka. Þessir teigar eru 7, 8 og 17. Seinni hringur er spilaður á Ljósafossvelli og eru ólíkir teigar notaðir í sumum flokkum.

Flokkar:
Opinn meistaraflokkur - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum teigum
Meistaraflokkur kvenna - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum og hvítum teigum
Almennur flokkur blár - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum teigum
Almennur flokkur hvítur - tveir hringir (einn á hvorum velli) á hvítum teigum
Almennur flokkur kvenna - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum og hvítum teigum
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum teigum
Barnaflokkur 12 ára og yngri - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum og hvítum teigum
Stórmeistaraflokkur 40+ - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum og hvítum teigum
Stórmeistaraflokkur 50+ - tveir hringir (einn á hvorum velli) á bláum og hvítum teigum

Mótsstjórar eru Runólfur Helgi Jónasson og Birgir Ómarsson.
Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allur hagnaður í endurbætur á vellinum. Innifalið er grillaður matur á milli umferða og drykkur.
Greiða þarf mótsgald með millifærslu á reikning ÍFS: Banki 0513-14-503326, Kt. 450705-0630 skýring "Úlli ljósi"

Frítt er fyrir barnaflokk.
Mæting er kl. 09.45 við tjaldmiðstöðina á Úlfljótsvatni og hefst keppni kl. 10.00. Það tekur 45-50 mínútur að keyra á Úlfjótsvatn. Öll velkomin.


Hópur 1 - Almennur flokkur blár - Almennur flokkur hvitur - Almennur flokkur kvenna - Ungmennaflokkur 18 ára og yngri - Barnaflokkur 12 ára og yngri - Úlfljótsvatn kl 10:30 - Ljósafoss kl 14:?

Hópur 2 - Opinn meistaraflokkur - Stórmeistaraflokkur 40+ og 50+ - Ljósafoss kl 10:30 - Úlfljótsvatn kl 14:?

Share

What would you like to share?